Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 15. ágúst 2016 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Oliver: Kóngurinn í markinu sagði mér að skjóta
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Oliver lagði upp fyrra mark Breiðabliks og skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Við vildum koma sterkari til baka eftir ömurlegan leik síðast og við sýndum það í dag að við töpum ekki alltaf fyrir þeim svokölluðu slakari liðum. Þetta var mikilvægur sigur í dag og fínasta spilamennska," sagði Oliver eftir leikinn.

„Við erum búnir að byrja vel í mörgum leikjum í sumar og það hefur oft komið lægð, en við náðum að halda í dag þó við getum bætt okkur síðustu 20 mínúturnar."

Oliver skoraði magnað aukaspyrnumark og var að vonum ánægður með það.

„Það er aldrei leiðinlegt að hitta hann svona, ég sá að Arnar Darri var svolítið miðsvæðis. Það er eiginlega ekki hægt að fá þennan bolta til að droppa, þeir fljúga bara beint upp allan tímann. Flest aukaspyrnumörk í sumar eru í markmannshornið og ég ákvað bara að setja hann þar og hann fór svolítið vel upp í sammann þessi, sem var mjög gott," segir Oliver, en hann var viss um að hann myndi skora.

„Ég vissi það allan tímann. Ég sagði við Daniel (Bamberg) að ég væri að fara að setja hann og hann leyfði mér það. Það var eins og það var," sagði Oliver, en hann reyndi síðan aðra aukaspyrnu af enn lengra færi stuttu síðar.

„Ég sagði við Daniel að nú mætti ég gera meira og skjóta þarna af 40 metrunum. Ég hugsaði bara "why not" og kóngurinn í markinu hinu megin sagði mér að skjóta. Maður hlustar þegar reynslubolti talar."

Oliver hrósaði Viktori Erni Margeirssyni eftir leikinn, en hann kom sterkur inn í byrjunarliðið í dag í fjarveru Damirs Muminovic.

„Hann er auðvitað búinn að vera mjög pirraður í sumar að hafa ekkert fengið að spila neitt og skiljanlega, ég skil hann 100% því hann er rugl góður í fótbolta. Hann er líka góður vinur með góðan talanda og mjög góður "leader". Það er frábært að fá hann inn og við erum með þrjá klikkað góða miðverði," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner