Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 15. ágúst 2016 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Oliver: Kóngurinn í markinu sagði mér að skjóta
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Oliver lagði upp fyrra mark Breiðabliks og skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Við vildum koma sterkari til baka eftir ömurlegan leik síðast og við sýndum það í dag að við töpum ekki alltaf fyrir þeim svokölluðu slakari liðum. Þetta var mikilvægur sigur í dag og fínasta spilamennska," sagði Oliver eftir leikinn.

„Við erum búnir að byrja vel í mörgum leikjum í sumar og það hefur oft komið lægð, en við náðum að halda í dag þó við getum bætt okkur síðustu 20 mínúturnar."

Oliver skoraði magnað aukaspyrnumark og var að vonum ánægður með það.

„Það er aldrei leiðinlegt að hitta hann svona, ég sá að Arnar Darri var svolítið miðsvæðis. Það er eiginlega ekki hægt að fá þennan bolta til að droppa, þeir fljúga bara beint upp allan tímann. Flest aukaspyrnumörk í sumar eru í markmannshornið og ég ákvað bara að setja hann þar og hann fór svolítið vel upp í sammann þessi, sem var mjög gott," segir Oliver, en hann var viss um að hann myndi skora.

„Ég vissi það allan tímann. Ég sagði við Daniel (Bamberg) að ég væri að fara að setja hann og hann leyfði mér það. Það var eins og það var," sagði Oliver, en hann reyndi síðan aðra aukaspyrnu af enn lengra færi stuttu síðar.

„Ég sagði við Daniel að nú mætti ég gera meira og skjóta þarna af 40 metrunum. Ég hugsaði bara "why not" og kóngurinn í markinu hinu megin sagði mér að skjóta. Maður hlustar þegar reynslubolti talar."

Oliver hrósaði Viktori Erni Margeirssyni eftir leikinn, en hann kom sterkur inn í byrjunarliðið í dag í fjarveru Damirs Muminovic.

„Hann er auðvitað búinn að vera mjög pirraður í sumar að hafa ekkert fengið að spila neitt og skiljanlega, ég skil hann 100% því hann er rugl góður í fótbolta. Hann er líka góður vinur með góðan talanda og mjög góður "leader". Það er frábært að fá hann inn og við erum með þrjá klikkað góða miðverði," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner