Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. september 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Án félags í síðustu viku en í markinu gegn Liverpool á morgun
Milan Borjan, nýr markvörður Ludogorets.
Milan Borjan, nýr markvörður Ludogorets.
Mynd: Getty Images
Búlgörsku meistararnir í Ludogorets mæta Liverpool í Meistaradeildinni á morgun. Í marki liðsins verður líklega 26 ára kanadískur markvörður sem var keyptur á frjálsri sölu fyrir þremur dögum.

Þar sem markverðir liðsins, Vladislav Stoyanov og Ivan Cvorovic, eru fjarri góðu gamni var samið við Milan Borjan sem hefur spilað í Argentínu, Serbíu, Tyrklandi og Finnlandi.

Stoyanov verður í banni eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Steaua Búkarest í umspilinu um sæti í keppninni. Cvorovic átti að spila gegn Liverpool en meiddist á æfingu síðasta fimmtudag.

Georgi Dermendzhiev, þjálfari Ludogorets, hafði þetta að segja um Borjan:

„Hann er í góðu formi. Hann hefur verið hérna í nokkra daga en þegar náð að sýna okkur að við getm treyst á hann. Við höfum verið með séræfingar til að efla samstarf hans við varnarmennina."

Ludogorets er staðsett í Razgrad, bæ þar sem tæplega 35 þúsund búa. Liðið komst upp í efstu deild 2011 og hefur unnið þrjá deildarmeistaratitla síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner