mán 15. september 2014 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fjögur mörk skoruð á KC Stadium
Abel Hernandez skoraði fyrir Hull City.
Abel Hernandez skoraði fyrir Hull City.
Mynd: Getty Images
Hull City 2 - 2 West Ham
1-0 Abel Hernandez ('39)
1-1 Enner Valencia ('50)
2-1 Mohamed Diame ('65)
2-2 Curtis Davies ('67, sjálfsmark)

Hull City mætti West Ham í spennandi viðureign í fjórðu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.

Abel Hernandez kom heimamönnum yfir með kröftugu skallamarki undir lok fyrri hálfleiks.

Gestirnir mættu þó ákveðnir til leiks í síðari hálfleik þar sem Enner Valencia var búinn að jafna eftir fimm mínútur.

Mohamed Diame kom Hull aftur yfir, og skoraði því gegn sínum gömlu félögum eftir að hafa verið seldur milli félaganna í sumar.

West Ham tókst að jafna leikinn tveimur mínútum síðar þegar Curtis Davies skoraði sjálfsmark og lauk leiknum með fjögurra marka jafntefli.

Hull er með fjögur stig en West Ham þrjú eftir fjóru fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner