Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 15. september 2014 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Moyes bannaði franskar
Frönskubann David Moyes fór ekki vel í leikmenn Manchester United, sem hata ekki franskarnar sínar.
Frönskubann David Moyes fór ekki vel í leikmenn Manchester United, sem hata ekki franskarnar sínar.
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita þá er Rio Ferdinand búinn að gefa út bók þar sem hann minnist tíðar sinnar sem varnarmaður Manchester United.

Þar skrifar hann mikið um David Moyes og er hulunni svipt af tíma hans hjá Rauðu djöflunum í bókinni.

Nokkur ummæli hafa ratað á netið þar sem Rio talar meðal annars um hversu ósáttir leikmenn voru þegar Moyes bannaði þeim að borða franskar kartöflur.

,,Að banna franskar er ekki eitthvað til að missa sig yfir, en allir strákarnir voru pirraðir," stendur í bók Rio um frönskubann Moyes.

,,Giskið svo hvað gerðist eftir að Moyes fór og Ryan Giggs tók yfir? Moyes var rekinn fyrir 20 mínútum og við erum að hjóla, að hita upp fyrir fyrstu æfinguna okkar og einn strákanna segir:

,,Vitiði hvað? Við verðum að fara til Giggs. Við verðum að fá fokking franskarnar okkar aftur.""

Athugasemdir
banner
banner
banner