Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. september 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum forseti Real Madrid: Ronaldo er ósáttur
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo sé óánægður í herbúðum félagsins.

Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United næsta sumar en Calderon segir að Portúgalinn sé óánægður með leikmannamál

,,Gonzalo Higuain var seldur og hann var ekki ánægður með það," sagði Calderon.

,,Í fyrra taldi hann að það væru mistök að láta Mesut Özil fara og síðasta hálmstráið var þegar Xabi Alonso og Angel Di Maria voru seldir í sumar."
Athugasemdir
banner
banner