Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 15. september 2014 13:20
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Steinn: Búnir að bíða lengi eftir þessum leik
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður svo sannarlega sex stiga slagur í fallbaráttunni í kvöld þegar Fram og Fjölnir eigast við á Laugardalsvellinum klukkan 19:15. Fjölnismenn geta með sigri sent Framara í fallsæti. Fjölnir er í 11. sæti með 16 stig en Fram sæti ofar með 18 stig.

Fótbolti.net ræddi við Guðmund Stein Hafsteinsson, sóknarmann Fram, sem er eðilega spenntur fyrir leiknum í kvöld.

„Stemningin er góð. Við erum búnir að bíða lengi eftir leik eins og aðrir í deildinni," segir Guðmundur Steinn sem er kominn á fulla ferð eftir meiðsli stóran hluta tímabils og hefur innkoma hans haft mikið að segja í batnandi gengi Fram.

„Það er algjör snilld að vera farinn að spila aftur og ég er búinn að njóta þess vel. Ef mér skjátlast ekki þá erum við með 3 sigra í síðustu 5 leikjum og við bætum vonandi við það í kvöld. Það hefur gengið vel á æfingum meðan þetta landsleikjahlé hefur verið í gangi."

„Það er alveg klárt að þetta er sex stiga leikur. Ef við töpum sendir Fjölnir okkur niður fyrir sig en sömuleiðis getum við skilið þá aðeins eftir. Það er til mikils að vinna fyrir bæði lið. Undirbúningur okkar fyrir leikinn er samt ekkert öðruvísi fyrir utan að við fengum lengri tíma til að undirbúa okkur."

Í ljósi mikilvægi leiksins kæmi ekki á óvart þó fallegur fótbolti myndi víkja algjörlega fyrir baráttu og barningi.

„Það er vissulega hætta á því. Það gæti verið smá stress í mönnum en við skulum samt vona að þetta verði flottur leikur. Þetta er eini leikurinn í boði í kvöld og vonandi fá þeir sem fylgjast með þessu eitthvað skemmtilegt. Það er allavega skyldumæting fyrir þá sem hafa taugar til þessara liða," segir Guðmundur Steinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner