Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. september 2014 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson gerður að varafyrirliða Liverpool
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson var gerður að varafyrirliða Liverpool í kvöld samkvæmt Twitter aðgangi félagsins.

Henderson tekur því við af danska miðverðinum Daniel Agger sem var seldur til Brøndby IF undir lok félagsskiptagluggans.

Leikmenn á borð við Glen Johnson, Daniel Sturridge og Lucas Leiva voru einnig taldir mögulegir arftakar Agger en Henderson var valinn af Brendan Rodgers.

Liverpool er í áttunda sæti ensku deildarinnar eftir fjórar umferðir, með tvo sigra og tvö töp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner