Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. september 2014 10:40
Elvar Geir Magnússon
Hjörvar: Gunnleifur frekar að tapa stigum
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, var til umræðu í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær en hann gerði slæm mistök þegar ÍBV komst yfir gegn Kópavogsliðinu. Blikar jöfnuðu 1-1 sem urðu lokatölurnar.

Breiðablik hefur aðeins einu sinni haldið hreinu í sumar og er í sjöunda sæti eftir að hafa unnið 3 af 19 leikjum sínum.

„Lykilmenn hafa brugðist," sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum. „Við sem höfum fylgst með Gunnleifi síðustu 15 ár vitum að lið með hann innanborðs hafa búið við þann lúxus að hann hefur unnið fullt af stigum. Hann hefur kannski verið að vinna 7-9 stig en hann hefur ekki unnið neitt stig fyrir Breiðablik í sumar. Hann hefur frekar verið að tapa stigum."

„Hann hefur sett háan standard á sjálfan sig en hefur átt lélegt sumar. Sjáum þessi mistök sem hann er að gera og hvað þau eru 'Ó-Gullaleg'. Hingað til hefur hann étið svona bolta, þetta er ólíkt honum."

Með jafnteflinu setti Breiðablik met í efstu deild með því að gera sitt tólfta jafntefli.

Gunnleifur var ekki eini markvörðurinn sem var gagnrýndur í Pepsi-mörkunum. Jonas Sandqvist í Keflavík hefur mikið gefið eftir en hann byrjaði tímabilið afskaplega vel. Keflavík hefur ekki unnið deildarleik síðan 22. júní og er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

„Hann er varla búinn að verja skot í seinni umferðinni. Miðað við hvað hann var öflugur til að byrja með," sagði Hjörvar um Sandqvist.
Athugasemdir
banner
banner