mán 15. september 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Pardew á síðasta séns um næstu helgi
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, er undir mikilli pressu þessa dagana en liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir fjóra leiki.

Stuðningsmenn Newcastle hafa kallað eftir að Pardew verði rekinn en samkvæmt fréttum frá Englandi fær hann lokaséns gegn Hull um næstu helgi.

Steve Bruce, stjóri Hull, hefur einmitt verið orðaður við knattspyrnustjóra stöðuna hjá Newcastle en hann er ósáttur með það.

,,Mér finnst það sýna óvirðingu þegar menn orða mig við starf sem einhver annar er í," sagði Bruce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner