Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. september 2014 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Fjölnir afgreiddi Fram á Laugardalsvelli
Ragnar Leósson skoraði og lagði upp í mikilvægum sigurleik.
Ragnar Leósson skoraði og lagði upp í mikilvægum sigurleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 3 Fjölnir
0-1 Gunnar Már Guðmundsson ('26)
0-2 Þórir Guðjónsson ('31)
0-3 Ragnar Leósson ('53)
1-3 Haukur Lárusson ('88, sjálfsmark)

Fjölnismenn komu sér úr fallsæti með öruggum sigri gegn Fram á Laugardalsvellinum.

Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann átti fast skot fyrir utan teig sem fór örugglega í fjærhornið.

Skömmu síðar bætti Þórður Guðjónsson öðru marki leiksins við eftir laglega fyrirgjöf frá Ragnari Leóssyni og gestirnir komnir í verðskuldaða tveggja marka forystu í hálfleik.

Það var snemma í síðari hálfleik sem Þórir átti fyrirgjöf sem hafnaði í Mark Magee áður en hann fór á Ragnar sem innsiglaði sigurinn með þriðja marki gestanna.

Framarar reyndu að minnka muninn en ekkert gekk upp fyrr en of seint, þegar Haukur Lárusson var svo óheppinn að fá fyrirgjöf í sig og í eigið net.

Fjölnir hoppar úr fallsæti og skilur Framara þar eftir með 18 stig, en Fjölnismenn eru með 19 stig rétt eins og Keflvíkingar þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner