Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. september 2014 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Pogba í samningaviðræður við Juventus
Paul Pogba gæti samið við Juventus á næstunni.
Paul Pogba gæti samið við Juventus á næstunni.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Juventus, segir að hann muni ræða samningamál við forráðamenn félagsins á næstunni.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain í heimalandinu og Real Madrid, auk þess sem Manchester United er talið vilja fá hann til liðs við sig á ný.

Þrátt fyrir orðrómana gæti þó farið svo að Pogba verði um kyrrt hjá Juventus, þar sem hann hefur gegnt lykilhlutverki.

,,Við erum í viðræðum um nýjan samning. Fljótt mun ég funda með forráðamönnum félagsins," sagði Pogba við TF1 í heimalandinu.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður gæti samið við Juventus til ársins 2019 samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Athugasemdir
banner
banner
banner