Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. september 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Robben ekki með Bayern á miðvikudag?
Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben.
Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Arjen Robben verði með Bayern München gegn Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Robben gat ekki æft í gær vegna meiðsla í hné. Kollegi hans Franck Ribery spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardag þegar hann kom inn sem varamaður og skoraði í 2-0 sigri gegn Stuttgart.

Ljóst er að Pep Guardiola verður án varnarmannsins Holger Badstuber sem meiddist enn og aftur um helgina og þarf að fara í aðgerð.

Bæjarar eru því með nokkrar meiðslaáhyggjur fyrir leikinn gegn City í fyrstu umferð riðlakeppninnar en liðin leika í E-riðli ásamt Roma og CSKA Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner
banner