Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. október 2017 09:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Birkir Már: Á lítið sameiginlegt með flestum í landsliðinu
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Anna Þonn
Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson er í skemmtilegu viðtali við Fréttablaðið sem kom út í gær.

Birkir heldur sig oftast fyrir utan sviðsljósið og lætur verkin tala inni á vellinum. Hann hefur algjörlega eignað sér stöðu hægri bakvarðar í liðinu og er enginn sem ógnar því sæti.

„Ég á lítið sameiginlegt með flestum í þessu landsliði ef maður lítur á það blákalt. Samt eru þetta auðveldir menn að umgangast. Það er hægt að vera með þeim í fleiri fleiri vikur án þess að fá leiða á þeim," segir Birkir.

Birkir á fjögur börn, ekur um á Volvo XC 60, spilar hokkíleik í Play­Stat­ion þegar hann er á landsliðsferðum, hlustar á þungarokk og er ekki virkasti maður í heimi á samfélagsmiðlum. Hann hefur spilað 76 landsleiki og skorað eitt mark.

Í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í lok árs talaði hann um að hann sækist ekki í athyglina

„Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það, en það er því miður ekki hægt. Mér finnst betra að vera bara út af fyrir mig."

Birkir verður 33 ára í nóvember en samningur hans við Hammarby í Svíþjóð er að renna út. Það er ljóst að hann er á leið frá félaginu en óvíst er hvað tekur við hjá honum, þangað til stóra stundin rennur upp næsta sumar með HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner