sun 15. október 2017 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís komin á blað - Staða Rosengård versnaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska félagið Marseille í dag.

Fanndís, sem kom til Marseille frá Breiðabliki á dögunum, kom Marseille yfir gegn Lille, en markið dugði ekki. Lille jafnaði í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-1.

Marseille hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu, þær eru búnar að safna þremur stigum úr sex leikjum.

Staðan hjá Íslendingaliði Rosengård versnaði svo í sænsku úrvalsdeildinni. Þær gerðu jafntefli gegn Göteborg á meðan keppinautarnir í Linköping unnu Kristianstad, 1-0.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård, en Andrea Thorisson var ónotaður varamaður.

Rosengård er níu stigum á eftir toppliði Linköping.

Sif Atladóttir spilaði í vörninni hjá Kristianstad í tapinu gegn Linköping. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Frakkland
Lille 1 - 1 Marseille
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('41)
1-1 Jana Coryn ('78)

Svíþjóð
Göteborg 1 - 1 Rosengard
0-1 Ella Masar ('17)
1-1 Pauline Hammarlund ('32)

Linköping 1 - 0 Kristianstad
1-0 Kristine Hegland-Minde ('12)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner