Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 15. október 2017 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Lið Kjartans gerði jafntefli gegn 10 mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Horsens 2 - 2 Hobro
1-0 Jonas Thorsen ('12)
1-1 Paal Kirkevold ('32)
2-1 Bubacarr Sanneh ('35)
2-2 Bjorn Kopplin ('90)
Rautt spjald: Rasmus Minor Petersen, Hobro ('7)

Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í danska liðinu Horsens gerðu markalaust jafntefli gegn Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikmenn Horsens eru væntanlega mjög svekktir með að fá aðeins stig úr leiknum þar sem þeir voru manni fleiri frá sjöundu mínútu; Rasmus Minor Petersen, leikmaður Hobro, fékk þá rautt spjald fyrir að brjóta á Kjartani Henry sem var að sleppa í gegn.

Horsens komst tvisvar yfir, en Hobro náði tvisvar að jafna. Gestirnir náðu að jafna í 2-2 í uppbótartíma.

Kjartan Henry spilaði allan leikinn.

Horsens situr þessa stundina í fjórða sæti dönsku deildarinnar með 20 stig að 12 leikjum loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner