Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. október 2017 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deeney gagnrýnir Arsenal: Verður að hafa hreðjar
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, sóknarmaður og fyrirliði Watford, ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Deeney segir það ekki rétt að vítaspyrnudómurinn í stöðunni 1-0 fyrir Arsenal hafi verið ástæðan fyrir því að Arsenal tapaði leiknum.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ákvörðun dómarans að dæma vítaspyrnu hafi verið skandall.

Sjá einnig:
Wenger: Þetta var skandall

Deeney skoraði úr vítaspyrnunni áður en Tom Cleverley skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Deeney segir að það hafi vantað allan eldmóð í Arsenal-liðið í gær, hann segir að það hafi verið ástæðan fyrir tapi þeirra.

„Ég heyrði að Wenger hefði kennt vítaspyrnudómnum um tapið.
Það er ástæða fyrir því að þeir töpuðu og það var ekki vítaspyrnan,"
sagði Deeney við BT Sport.

„Ég verð að passa það sem ég segi, en þetta snýst um að hafa hreðjar, þetta snýst um að vilja að vinna."

„Við sýndum baráttu og börðumst fyrir sigrinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner