Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. október 2017 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Everton sótti stig til Brighton - Rooney bjargvættur
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Everton
1-0 Anthony Knockaert ('82 )
1-1 Wayne Rooney ('90 , víti)

Það gengur mjög erfiðlega hjá Everton að næla sér í sigra í ensku úrvalsdeildinni. Í dag heimsótti Everton nýliða Brighton.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn.

Leikurinn var jafn framan af, en það voru heimamenn í Brighton sem komust yfir á 82. mínútu þegar Anthony Knockaert skoraði. Ekki gott fyrir Everton að fá á sig mark á þessum tímapunkti, en þeir gáfust ekki upp og náðu að jafna metin þegar mjög lítið var eftir.

Bruno, fyrirliði Brighton, braut af sér í teignum eftir aukaspyrnu og vítaspyrna var dæmd. Gylfi Sigurðsson fékk ekki að taka spyrnuna, Wayne Rooney tók hana og hann skoraði.

Lokatölur 1-1, en bæði lið eru með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner