Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. október 2017 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil kom ekki við sögu í tapi gegn Fiorentina
Mynd: Getty Images
Fiorentina 2 - 1 Udinese
1-0 Cyril Thereau ('28 )
2-0 Cyril Thereau ('57 )
2-1 Samir ('72 )

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Udinese tapaði 2-1 gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTv.

Fiorentina byrjaði miklu betur og þeir komust yfir á 28. mínútu þegar Cyril Thereau kom boltanum í netið. Thereau var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleiknum, 2-0, en hann hóf tímabilið hjá Udinese áður en hann skipti yfir til Fiorentina. Hann fór illa með sína fyrrum samherja í dag.

Brasilíumaðurinn Samir náði að minnka muninn fyrir Udinese á 72. mínútu, en gestirnir komust ekki lengra.

Lokatölur 2-1 fyrir Fiorentina, sem hefur núna 10 stig í 11. sæti deildarinnar. Udinese er í 13. sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner