sun 15. október 2017 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þrenna frá Icardi gerði út um Milan
Mynd: Getty Images
Mauro Icardi, fyrirliði Inter, var hetja liðsins í nágranna- og erkifjendaslagnum gegn AC Milan í kvöld.

Icardi kom Inter yfir í tvígang áður en hann fullkomnaði þrennuna og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Sampdoria lagði Atalanta að velli í dag og Torino rétt náði jafntefli gegn nýliðum Crotone.

Genoa hafði betur gegn Cagliari, Bologna lagði Spal að velli og Sassuolo gerði markalaust jafntefli við Chievo.

Inter er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan Juventus og Lazio en tveimur stigum á eftir toppliði Napoli sem er með fullt hús stiga.

Bologna 2 - 1 Spal
1-0 A. Poli ('30)
2-0 B. Salamon ('49, sjálfsmark)
2-1 M. Antenucci ('88)

Cagliari 2 - 3 Genoa
0-1 A. Galabinov ('8)
0-2 A. Taarabt ('35)
1-2 L. Pavoletti ('48)
1-3 L. Rigoni ('75)
2-3 J. Pedro ('79, víti)

Crotone 2 - 2 Torino
1-0 M. Rohden ('25)
1-1 I. Falque ('54)
2-1 B. Martella ('64)
2-2 L. De Silvestri ('92)

Sampdoria 3 - 1 Atalanta
0-1 B. Cristante ('21)
1-1 D. Zapata ('56)
2-1 G. Caprari ('59)
3-1 K. Linetty ('68)

Sassuolo 0 - 0 Chievo

Inter 3 - 2 Milan

1-0 M. Icardi ('28)
1-1 Suso ('56)
2-1 M. Icardi ('63)
2-2 G. Bonaventura ('81)
3-2 M. Icardi ('90, víti)
Athugasemdir
banner
banner