Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. október 2017 09:45
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fær Bale ef félagið sleppir De Gea
Powerade
Real Madrid vill fá David de Gea.
Real Madrid vill fá David de Gea.
Mynd: Getty Images
Andrea Belotti.
Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er alltaf skemmtilegast á sunnudögum. BBC tók saman.

Real Madrid hefur sagt Manchester United að ef enska félagið vilji fá Gareth Bale (28) þurfi það að hleypa David de Gea (26) öfuga leið. (Mirror)

Rafa Benítez gæti yfirgefið Newcastle fyrir Everton ef Everton lætur Ronald Koeman fara. (The Sun)

Arsenal skoðar það að selja Mesut Özil (28) og Alexis Sanchez (28) í janúar en samningar þeirra renna út eftir tímabilið. (Star)

Manchester City vill fá varnarmann vinstra megin í janúarglugganum og gæti reynt að fá Ryan Bertrand (28) frá Southampton. (The Sun)

Liverpool þarf að berjast við Barcelona ef félagið vill fá Virgil van Dijk (26), varnarmann Southampton, í janúarglugganum. (Mirror)

Everton er tilbúið að bjóða 31 milljón punda í William Carvalho (25), miðjumann Sporting Lissabon. Portúgalska félagið segir að hann sé ekki til sölu. (Record)

Henry Onyekuru (20), framherji Everton, staðfestir að hann muni ræða við forráðamenn enska félagsins um að snúa fyrr úr láni hjá Anderlecht. (Liverpool Echo)

Arsenal og Tottenham vilja bæði fá vængmanninn Riyad Mahrez (26) frá Leicester. (Mirror)

Andrea Belotti (23), sóknarmaður Torino, mun fá nýjan samning frá ítalska félaginu. Belotti hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Daily Mail)

Ítölsku félögin Juventus og Napoli eru að bítast um bakvörðinn Diogo Dalot (18) hjá Porto. (Mediagol)

Rennes vill fá Hatem Ben Arfa (30) frá Paris St-Germain. Ben Arfa hefur ekki leikið neinn leik fyrir franska félagið á tímabilinu. (L'Equipe)

Real Madrid er að fylgjast með fjölda leikmanna á HM U17. Efstur á blaði er Amine Gouiri (17), sóknarmaður Lyon. (Marca)

Schalke hefur boðið Leon Goretzka (22) nýjan samning en núgildandi samningur rennur út í júní. Bayern München, Liverpool, Chelsea, Manchester United, Manchester City og Barcelona hafa sýnt áhuga. (Bild)

Sampdoria og Marseille hafa áhuga á miðjumanninum Joris Mallet (18) sem er hjá Sint-Truiden í Belgíu. (L'Equipe)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafnaði tilboði frá Liverpool um að verða stjóri félagsins þegar hann var hjá Chelsea. (Yahoo Sport)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist vilja stýra enska landsliðinu einn daginn. (Daily Mail)

Memphis Depay (23), fyrrum leikmaður Manchester United, segir að markmið sitt sé að spila fyrir Real Madrid. Memphis er nú hjá Lyon. (Daily Star)

Perú hefur ákveðið að gera mánaðarhlé á deildarkeppninni í landinu til að gefa landsliðinu meiri tíma til að undirbúa umspilsleiki gegn Nýja-Sjálandi um sæti á HM. (Clarin)

Tólf ára sóknarmaður, Youssoufa Moukoko, skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu fyrir U17 lið Borussia Dortmund þegar liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Schalke. (Bundesliga.com)

Tiemoue Bakayoko (23) lofar að lita hár sitt blátt þegar hann skorar sitt fyrsta deildarmark fyrir Chelsea. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner