Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 15. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Giovinco skaut báðum í stöngina
Mynd: Getty Images
Sebastian Giovinco og félagar hans í Toronto FC voru rétt í þessu að vinna Montreal Impact 1-0.

Toronto er á toppi austurhluta MLS deildarinnar með 68 stig eftir 33 umferðir og 12 stiga forystu á New York City.

Jozy Altidore skoraði eina mark leiksins fyrir Toronto en Sebastian Giovinco fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Giovinco fékk dæmda vítaspyrnu og skaut í stöngina, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna vegna þess að markvörðurinn steig framfyrir marklínuna áður en Ítalinn sparkaði í knöttinn.

Giovinco steig aftur upp og endurtók spyrnuna, en skaut aftur í sömu stöng. Myndband er hægt að sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner