Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 15. október 2017 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Náðum endum saman eftir gott spjall
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það voru nokkur atriði sem urðu þess valdandi að ég var að spá í því að láta þetta duga," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Það var tilkynnt áðan að Óli hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík, en vangaveltur höfðu verið um það að hann væri að hætta með liðið.

„Stærsti þátturinn er fjölskyldutengdur og svo voru líka atriði sem ég þurfti að hafa fullvissu upp á framtíðina, að við höfðum metnað fyrir því að fara í sömu átt," sagði Óli.

„Eftir gott spjall náðum við þeim endum saman um að fara í rétta átt og byggja upp."

Óli Stefán náði mögnuðum árangri með Grindavík í sumar. Fyrir sumarið bjuggust sérfræðingar við því að Grindavík væri á leið beint niður í Inkasso, en Grindvíkingar tróðu sokki upp í þessa sérfræðinga. Liðið var lengi vel í Evrópubaráttu og endaði að lokum í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.

„Það hefur gengið vel síðustu tvö ár, hjá okkur Jankó og Steina. Við höfum búið til sterkt lið og góða umgjörð á frekar stuttum tíma og við höfum unnið eftir svona fimm ára plani sem við erum nánast komnir núna. Við þurfum að endurstilla þau markmið."

Nú er það oft þannig þegar lið kemur á óvart, þá getur tímabilið á eftir reynst mjög erfitt. Hvernig lítur Óli á næsta tímabil?

„Pepsi-deildin er alltaf erfið, hvort sem það er fyrsta, annað eða tíunda ár," sagði Óli.

„Við ætlum að halda áfram að vinna í kringum þann kjarna sem okkur hefur tekist að skapa og sjá hvort að það geri ekki eitthvað spennandi fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner