Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. október 2017 08:30
Kristófer Jónsson
Pochettino hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur viðurkennt áhuga sinn á að taka við enska landsliðinu.

„Ef ég fengi tækifæri á að þjálfa landslið í framtíðinni myndi ég vilja þjálfa England"sagði Pochettino í viðtali.

Ljóst er að stuðningsmenn Tottenham myndu ekki vilja Pochettino en Daniel Levy, framkvæmdarstjóri félagsins, hefur sagt að hann vonist til að Pochettino verði jafn lengi við stjórnvölinn og Sir Alex Ferguson var hjá Manchester United.

„Ég hef heyrt af áhuga frá knattspyrnusambandinu en ég veit ekki hversu mikið af því er satt. Ég myndi vissulega hitta mikið af kunnulegum andlitum." bætti Pochettino við en af síðustu 21 leikmanni sem hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið, hafa 17 spilað undir Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner