sun 15. október 2017 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Ragnar vann einvígið gegn Sverri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov 0 - 1 Rubin Kazan
0-1 Yann M'Vila ('67)

Það var Íslendingaslagur í rússnesku úrvalsdeildinni í dag, já Íslendingaslagur í Rússlandi.

Rostov með Sverri Inga Ingason innanborðs mætti Rubin Kazan. Með Rubin Kazan spilar Ragnar Sigurðsson.

Þeir félagar eru saman í íslenska landsliðinu og spiluðu í síðasta mánuði saman í vörninni gegn Úkraínu.

Í dag var það Ragnar sem hafði betur. Rostov fékk tækifæri til að komast yfir, en þeir klúðruðu vítaspyrnu. Það var síðan franski miðjumaðurinn Yann M'Vila sem skoraði sigurmark Rubin.

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Rostov, en Ragnar var tekinn af velli þegar 73 mínútur voru búnar.

Rubin Kazan er með 17 stig, en Rostov hefur tapað fjórum í röð og er með 16 stig. Liðin eru í níunda og 10. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner