Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. október 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam ekki að taka við Skotum - Vill að Moyes fái starfið
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, Stóri Sam, hefur útilokað það að hann muni taka við sem landsliðsþjálfari Skotlands.

Gordon Strachan hætti í starfinu á dögunum eftir að hafa mistekist að koma Skotum á HM í Rússlandi.

Stóri Sam hefur verið orðaður við starfið, en hann segist ekki tilbúinn að snúa aftur í þjálfun.

„Foreldrar mínir og systir mín fæddust í Skotlandi, ég á ættir að rekja þangað," sagði hann við BBC.

Aðspurður að því hvort hann hefði áhuga á starfinu sagði hann: „Ekki á þessu augnabliki, nei. Að mínu mati á David Moyes að fá starfið," sagði Allardyce enn fremur.

Malky Mackay hefur verið ráðinn í starfið tímabundið, en David Moyes þykir líklegastur. Cesare Prandelli, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur óvænt verið orðaður við starfið í dag.
Athugasemdir
banner
banner