Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. október 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Sættum okkur við gott stig
Mynd: Getty Images
Barcelona gerði jafntefli við Atletico Madrid í toppbaráttu spænska boltans á laugardaginn.

Heimamenn í Atletico komust yfir en Börsungar sóttu án afláts og skoraði Luis Suarez jöfnunarmark á lokakafla leiksins.

„Við vitum að Atletico er gott lið sem kann að halda í forystu," sagði Valverde að leikslokum.

„Það var erfitt að brjótast í gegnum varnarmúrinn þeirra en við sýndum mikinn karakter og náðum að jafna. Við hefðum viljað sigur, en sættum okkur við gott stig."

Valverde var mjög sáttur með frammistöðu Suarez og Lionel Messi í leiknum, en þeir spiluðu báðir í undankeppni HM í Suður-Ameríku í miðri viku.

Börsungar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn gegn Atletico en eru núna með 22 stig eftir 8 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner