Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. október 2017 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Þetta var skandall
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ósáttur með vítaspyrnudóminn í 2-1 tapinu gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Í stöðunni 1-0 fyrir Arsenal féll Brasilíumaðurinn Richarlison eftir viðskipti við Hector Bellerin í teignum. Dómarinn benti á punktinn, en það var ákvörðun sem breytti leiknum.

Í viðtali eftir leikinn talaði Wenger um skandal.

„Þessi ákvörðun var skandall, en hvað getum við gert?" sagði Wenger fúll eftir að hafa tapað. „Við getum talað og talað, en það skiptir ekki máli. Þeir skoruðu og unnu síðan leikinn."

„Við spiluðum ekki eins vel í seinni hálfleiknum og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir það fengum við færi til að skora tvö eða þrjú mörk í seinni hálfleiknum."

Marco Silva, stjóri Watford, var einnig spurður út í vítaspyrnudóminn, en hann var ekki sammála Wenger.

„Ég er búinn að sjá vítaspyrnuna og ég virði ákvörðun dómarans. Ég sá ekki dýfu eða leikaraskap," sagði Marco Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner