Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 15. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Jónas Grani meðhöndlar stjörnur í Katar - „Margt sem er öðruvísi"
Jónas Grani var markakóngur í efstu deild árið 2007.
Jónas Grani var markakóngur í efstu deild árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Grani var sjúkraþjálfari FH áður en hann flutti til Katar í fyrra.
Jónas Grani var sjúkraþjálfari FH áður en hann flutti til Katar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH, starfar í dag sem sjúkraþjálfari á bæklunar og íþróttameiðslasjúkrahúsinu Aspetar í Doha í Katar.

Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá meðhöndlun. Í fyrra voru Alfreð Finnbogason og Eiður Smári Guðjohnsen hjá Aspetar í nokkrar vikur og fleiri heimsþekktir fótboltamenn hafa kíkt þangað undanfarin ár.

„Við höfum fengið nokkra úr íslenska landsliðinu. Demba Ba og Didier Drogba voru hérna og PSG gaurarnir koma svolítið hingað. Það eru sömu eigendur sem eiga PSG og okkur," sagði Jónas Grani í viðtali við Fótbolta.net.

Jónas Grani hefur orðið vitni af þeirri ótrúlegu fótboltaaðstöðu sem Katar hefur byggt upp undanfarin ár.

„Það væri óskandi að við hefðum svona aðstöðu. Ef við hefðum svona aðstöðu þá værum við alltaf á HM og EM. Þeir þurfa að kaupa til að koma þangað. Þeir hafa ekki sömu íþróttamenningu og við. Þeir hafa ekki andleg gæði og styrk til að komast þangað öðruvisi en með peningum."

Jónas Grani kann ágætlega við lífið í Katar. „Það er að mörgu leyti ágætt en að mörgu leyti grillað og ruglað. Það er margt sem er öðruvísi. Ef maður nær að horfa framhjá mesta ruglinu og hafa umburðarlyndi gagnvart þeirra menningu og trú þá er fínt að vera hérna."

Jónas Grani segir þó að hitinn á sumrin geti valdið erfiðleikum. HM 2022 verður í nóvember þar sem ekki er talið ráðlagt að spila að sumri til vegna hita.

„Hitastigið fer í 45-46 gráður en með rakanum virkar þetta eins og 50-55 stiga hiti. Þá er betra að vera ekki að djöflast mikið úti. Maður hleypur ekki úti í bíl þá. Það er miklu betra að hlaupa í stormi en 50 stiga hita," sagði Jónas Grani.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jónas framtíð sína, íslenska landsliðið og HM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner