mið 15. nóvember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Grosso taka við Ítalíu?
Fabio Grosso.
Fabio Grosso.
Mynd: Getty Images
Ítalir eru farnir að skoða mögulega arftaka Giampiero Ventura til að taka við ítalska landsliðinu.

Samkvæmt fréttum á Ítalíu er Fabio Grosso, þjálfari Bari, líklegur til að taka við starfinu af Ventura.

Ventura er enn í starfi landsliðsþjálfara Ítalíu. Þú ku þó aðeins vera tímaspursmál hvenær hann verður látinn fara. Sögur eru á kreiki um að hann verði rekinn á fundi ítalska knattspyrnusambandsins í dag.

Ítalía er ekki á leið á HM í fyrsta sinn frá 1958. Liðið tapaði gegn Svíþjóð í umspili og Ventura er óvinsælasti maðurinn á Ítalíu þessa stundina, en hver er það sem á að kæta Ítali aftur?

Það gæti farið svo að það verði Grosso, en hann hefur áður glatt ítölsku þjóðina mjög. Hann skoraði nefnilega úr síðustu vítaspyrnunni þegar Ítalía varð heimsmeistari árið 2006.

Grosso hefur verið að gera góða hluti í þjálfun síðan hann lagði skóna á hilluna. Hann þjálfar í dag Bari í Seríu B.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner