Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. desember 2017 22:00
Ingólfur Stefánsson
Conte: City hafa líka verið heppnir
Mynd: GettyImages
Antonio Conte þjálfari Chelsea segir að Manchester City hafi verið frábærir á tímabilinu en þeir hafi einnig þurft á heppni að halda.

Conte segir að önnur lið í ensku deildinni þurfi að finna lausnir til að geta keppt við City um titilinn.

Manchester City er með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar. Chelsea eru í þriðja sæti 14 stigum á eftir þeim.

„Við þurfum að finna einhverjar lausnir til þess að geta keppt við þá. EKki bara Chelsea heldur öll toppliðin."

„Árangur þeirra kemur mér ekki á óvart. Í byrjun leiktíðarinnar töluðu allir um að þetta yrði barátta á milli United og City. Þeir eru með frábært lið en þeir hafa líka verið heppnir og unnið leiki á lokamínútunum."


Conte virðist vera orðinn pirraður á því hversu erfitt er að ná City. Chelsea hafa unnið 7 af síðustu 9 leikjum sínum en þrátt fyrir það hefur forskot City á toppnum aukist.

„Þeir hætta ekki að vinna. Í síðustu níu leikjum unnum við sjö, gerðum jafntefli við Liverpool og töpuðum einum. Það gerist en við erum ennþá 14 stigum frá toppnum."

Chelsea taka á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Antonio Conte reiknar með að Alvaro Morata framherji liðsins verði klár í slaginn en hann var ekki með gegn 3-1 sigri á Huddersfield í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner