banner
   fös 15. desember 2017 09:20
Magnús Már Einarsson
Fabinho, Özil og Willian orðaðir við Man Utd
Powerade
Willian er orðaður við Manchester United.
Willian er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Blind er sagður á óskalista Barcelona.
Blind er sagður á óskalista Barcelona.
Mynd: Getty Images
Rúmur hálfur mánuður er í að félagaskiptaglugginn opni aftur. Kíkjum á slúður dagsins.



Manchester United hefur spurst fyrir um Willian (29) leikmann Chelsea. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri United, er tilbúinn að láta Henrikh Mkhitaryan fara í sumar en hann vill fá Mesut Özil (29) frá Arsenal í hans stað. (Daily Mirror)

Chelsea gæti látið framherjann Michy Batshuayi (24) fara til Mónakó sem hluta af kaupverði fyrir Thomas Lemar (22). Liverpool og Arsenal vilja líka fá Lemar. (Sun)

Renato Sanches (20) gæti verið á leið aftur til Bayern Munchen í janúar. Sanches er í láni hjá Swansea en hann hefur ekki náð að standast væntingar þar. (Mais Futebol)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur sagt Antoine Griezmann að hann fái að fara frá félaginu á endanum. (Daily Mail)

Liverpool hefur ennþá áhuga á að fá varnarmanninn Virgil van Dijk frá Southampton í janúar. (Liverpool Echo)

Manchester City vill fá miðvörð í janúar og félagið gæti reynt við Van Dijk. City hefur einnig áhuga á Ingo Martinez (26) hjá Real Sociedad. (Goal)

Pep Guardiola, stjóri City, ætlar einnig að skoða nýjan vinstri bakvörð í janúar. (Manchester Evening News)

Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar ekki að deila við félagið ef það ákveður að selja Ross Barkley (24) í janúar. Barkley verður samningslaus í sumar. (Daily Mirror)

Barcelona vill fá Daley Blind (27) frá Manchester United þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Marca)

Manchester United ætlar að berjast við Juventus um brasilíska mðjumanninn Fabinho (24) hjá Mónakó. (Talksport)

Forráðamenn Fenerbache eru á leið til Liverpool til að ganga frá lánssamningi á Marko Grujic (21). (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner