Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Bö spilaði með Breiðabliki
Guðmundur Böðvar í leiknum í gær.
Guðmundur Böðvar í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Böðvar Guðjónsson spilaði með Breiðabliki í 2-0 sigri liðsins á Stjörnunni í úrslitaleik Bose mótsins í gærkvöldi.

Hinn 28 ára gamli Guðmundur Böðvar er á förum frá ÍA og í leit að nýju félagi. Gumundur varð samningslaus í síðasta mánuði en hann spilaði með Blikum í gæ.

„Ég bara ætla skoða mín mál á næstunni. Allt opið og vonandi finn ég góða og skemmtilega lendingu," sagði Guðmundur við Fótbolta.net á dögunum.

Guðmundur Böðvar hefur aðallega leikið á miðjunni undanfarin ár en hann hefur einnig spilað í vörninni á ferli sínum.

Guðmundur er uppalinn hjá ÍA en fyrir tímabilið 2013 fór hann í Fjölni. Guðmundur spilaði í Grafarvoginum þar til um mitt sumar 2016 þegar hann gekk aftur í raðir ÍA.

Í sumar spilaði Guðmundur tíu leiki þegar ÍA féll úr Pepsi-deildinni en hann missti af fyrri hluta móts vegna meiðsla. Samtals hefur Guðmundur skorað fimm mörk í 182 deildar og bikarleikjum á ferlinum.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin: Arnþór Ari og Gísli tryggðu Blikum sigur
Athugasemdir
banner
banner
banner