Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 15. desember 2017 13:05
Magnús Már Einarsson
Heimir: Okkur langar að sjá Kolbein
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru margir sem komu til greina og það er leiðinlegt að skilja einhverja eftir," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, eftir að hann valdi hópinn fyrir komandi vináttuleiki gegn Indónesíu í janúar.

Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, gæti bæst við hópinn en KSÍ vonast til að hann geti verið með þrátt fyrir að ekki sé um alþjóðlega leikdaga að ræða.

„PSV er ekki búið að svara okkur sem þýðir að þeir eru vonandi að hugsa um það. Það væri gaman að sjá hann og meta í þessu verkefni," sagði Heimir.

Kolbeinn Sigþórsson er í endurhæfingu í Katar og stefnir á endurkomu á fótboltavöllinn í nóvember eftir eins og hálfs árs fjarveru. Heimir vill fá hann með til Indónesíu til að skoða Kolbein en Nantes hefur ekki gefið svör hvað það varðar.

„Okkur langaði að sjá hann á þessum tímapunkti og meta sjálfir hvar hann stendur. Það eru góðar fréttir sem koma af honum en við skiljum ósköp vel að lið sem er búið að bíða eftir honum í langan tíma vilji ekki hleypa honum í landsliðsverkefni. Það er eðlilegt að þeir segi nei en við höfum ekki gefið upp alla von," sagði Heimir.

Heimir tilkynnti í dag að íslenska landsliðið verði á Íslandi í undirbúningi fyrir HM og tveir vináttuleikir fari fram á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Rússlands.

„Það var einn af mörgum þáttum sem við ræddum úti í Katar með hópnum. Þeir vildu vera meira á Íslandi en við gerðum síðast og það er jákvætt að það er þeirra skoðun."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar talar Heimir meira um hópinn, tengingu A-landsliðs og U21 árs landsliðs, lið Indónesíu, HM dráttinn, Beint í mark og margt fleira.

Sjá einnig:
Kolbeinn stefnir á að snúa aftur í febrúar - Gæti spilað á HM
Íslenski landsliðshópurinn - Fjórir nýliðar fara til Indónesíu
Athugasemdir
banner
banner