Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. desember 2017 07:30
Ingólfur Stefánsson
James segir of mikið gert úr ummælum Ronaldo
Mynd: Getty Images
James Rodriguez segir að of mikið hafi verið gert úr ummælum Cristiano Ronaldo. Ronaldo sagði að Real Madrid liðið saknaði leikmanna á borð við James Rodriguez, Alvaro Morata og Pepe.

Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid hafa ekki byrjað tímabilið á Spáni eins vel og ætlast er til og sitja í 4. sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir toppliði Barcelona.

James Rodriguez gekk til liðs við Bayern Munich frá Real Madrid í sumar á tveggja ára lánssamningi. Hann segir að ekki eigi að taka of mikið mark á ummælum Ronaldo.

„Stundum segir maður hluti sem maður á ekki að segja. Real Madrid er með mjög góða leikmenn sem geta breytt öllu."

„Ég skildi við fullt af góðum vinum þegar ég fór frá Madrid. Ég er enn í sambandi við Ramos, Benzema og Marcelo."


James fékk ekki mikið af tækifærum hjá Real Madrid og ákvað að færa sig yfir til Bayern Munich. Sögusagnir segja að ef hann standi sig vel þar muni hann fá annað tækifæri í Madrid. Hann vill þó ekki ræða um það og segir einbeitingu sína vera algjörlega á Bayern.

„Ég á tvö ár eftir hérna. Ég er að standa mig vel og mér líður vel," segir hann að lokum en hann hefur skorað 2 mörk og lagt upp 4 í 17 leikjum fyrir Bayern á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner