Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. desember 2017 11:35
Magnús Már Einarsson
Tómas Ingi fer með landsliðinu til Indónesíu
Icelandair
Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, fer með A-landsliðinu til Indónesíu í vináttuleikina í næsta mánuði.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21, átti að fara líka með í ferðina en hann verður fjarri góðu gamni þar sem hann er að taka UEFA pro þjálfararéttindi á sama tíma.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, vill hafa þjálfara U21 árs landsliðs þjálfarana með í þessari ferð til að efla tengslin á milli liðanna. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er U21 árs liðið í fríi í janúar.

Felix Örn Friðriksson, Samúel Kári Friðjónsson, Mikael Anderson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Óttar Magnús Karlsson eru allir í hópnum sem fer til Indónesíu en þeir eru vanalega í U21 árs landsliðinu.

„Við getum svolítið tengst betur þessu 21 árs landsliði. Það eru leikmenn í þessu verkefni sem við þekkjum minna og þeir þekkja betur. Svo er gott fyir þá að vinna með okkur og við getum samræmt hvernig við vinnum saman," sagði Heimir í dag.

„Vonandi verður meiri samvinna á milli A-landslisins og U21 árs landsliðsins og samræmdari vinnubrögð."

Sjá einnig:
Íslenski landsliðshópurinn - Fjórir nýliðar fara til Indónesíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner