Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. janúar 2013 18:18
Elvar Geir Magnússon
Suarez: Tók dýfu gegn Stoke því ég vildi vinna leikinn
Segir Manchester United stýra fjölmiðlum á Englandi
Mynd: Getty Images
Luis Suarez segist ekki hlusta á það bull sem fólk segir um sig. Þessi umdeildi sóknarmaður Liverpool var í athyglisverðu viðtali við Fox Sports í Argentínu.

Hann viðurkennir að hafa tekið dýfu gegn Stoke City.

„Það er rétt að ég var með leikaraskap gegn Stoke. Staðan var 1-1 og ég vildi vinna leikinn. Nafnið mitt selur blöð. Um daginn snerti ég boltann með hendinni óvart og var gagnrýndur fyrir að kyssa hendina eftir það," segir Suarez.

„Fjölmiðlar búa til ýmislegt um mig því þeir vilja selja blöðin. Ég segi við fjölmiðla: Þið eigið að tala meira um fótboltann en ekki aðra hluti."

Þá segir Suarez að Sir Alex Ferguson og Manchester United stýri fjölmiðlaumfjöllun á Englandi. Hann telur að leikmenn frá Suður-Ameríku fái ekki sömu meðhöndlun í enska boltanum og Englendingar.

„Manchester United stýrir fjölmiðlunum. Þeir hafa mikinn mátt og fjölmiðlar aðstoða þá. Það er erfitt fyrir Suður-Ameríkumenn að spila í þessari deild því við fáum oft ósanngjarna umfjöllun."
Athugasemdir
banner
banner