þri 16. janúar 2018 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði skoraði þrennuna í sitthvorri treyjunni
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson fór á kostum í kvöld þegar Reading burstaði Stevenage í enska bikarnum.

Landsliðsframherjinn setti þrennu í 3-0 sigri Reading sem er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Selfyssingurinn kom Reading yfir á 32. mínútu og var búinn að skora aftur áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Staðan var 2-0 og óhætt að segja að Jón Daði hafi átt stóran þátt í því.

Jón Daði fullkomnaði svo þrennu sína þegar um 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Athygli vakti að hann skoraði þrennu í sitthvorri treyjunni! Reading þurfti að hafa búningaskipti í hálfleik þar sem búningar liðanna þóttu of líkir. Einhver ruglingur varð til þess að liðin byrjuðu leikinn í svipuðum búningum, en því var kippt í laginn.

Pælt var í því á Twitter hvort Jón Daði væri sá fyrsti til að skora þrennu í mismunandi búningum í sama leiknum.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner