banner
   þri 16. janúar 2018 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho færist nær nýjum samningi
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho færist nær því að skrifa undir nýjan samning við Manchester United.

Telegraph segir frá þessu í kvöld en Mourinho mun fá samning sem gildir til 2021 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Mourinho tók við Manchester United af Hollendingnum Louis van Gaal árið 2016. Stuttu eftir að Van Gaal vann FA-bikarinn með United fóru af stað sögusagnir að Mourinho væri að taka við sem varð svo raunin. Mourinho var ráðinn nokkrum dögum síðar.

Mourinho hefur náð flottum árangri með Man Utd og vann þrjá titla á sínu fyrsta tímabili með félagið, en umræddir titlar eru Samfélagsskjöldurinn, deildarbikarinn og Evrópudeildin.

Sem stendur er United í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en félagið á enn möguleika í Meistaradeildinni og FA-bikarnum.

Núgildandi samningur Mourinho rennur út á næsta ári en það styttist í að hann skrifi undir framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner