Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 11:58
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Giggs: Slökkvum þegar hann er í sjónvarpinu
Ryan Giggs.
Ryan Giggs.
Mynd: Getty Images
Pabbi Ryan Giggs segir að hann skammist sín fyrir son sinn. Giggs var staðfestur sem landsliðsþjálfari Wales í gær og sagðist vera stoltur. Faðir hans deilir ekki þeirri tilfinningu.

Danny Wilson, pabbi Giggs, segir að fjölskyldan hafi ekki fyrirgefið honum eftir að hann átti í ástarsambandi við eiginkonu bróður síns fyrir einhverjum árum.

„Ég ætti að vera stoltasti pabbi í heimi en sannleikurinn er sá að ég skammast mín. Ég get ekki einu sinni nefnt hann á nafn, ég tala um hann sem fyrrum fótboltamanninn," sagði Wilson við The Sun.

„Hann hefur sett sjálfan sig í forgang og það eina sem hann hugsar um eru sjónvarpsverkefni hans og að opna dýr hótel í Manchester. Núna slekk ég á sjónvarpinu þegar ég sé hann þar, öll fjölskyldan gerir það."

„Hann er sonur minn og ég tárast þegar ég segi að fjölskylda mín virðir hann ekki og lítur ekki upp til hans. Sem eldri bróðir átti hann að hugsa um yngri bróðir sinn - ekki stinga hann í bakið. Hann hélt framhjá á versta mögulega hátt og er ekki maður í að biðjast afsökunar."

Natasha, fyrrum eiginkona bróður Giggs, segist hafa farið í fóstureyðingu eftir að hafa sofið hjá Giggs stuttu eftir að hún giftist bróður hans. Þáverandi eiginkona Giggs var þá ólétt.

Giggs skildi í kjölfarið við eiginkonu sína.
Athugasemdir
banner
banner