Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 16. janúar 2018 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stam: Jón Daði þarf að sýna sig og hann gerði það í dag
Mynd: Getty Images
„Það er gott að fá sigur og að komast í næstu umferð. Þetta er gott fyrir leikmennina og eykur sjálfstraustið," sagði Jaap Stam, knattspyrnustjóri Reading, eftir 3-0 sigur Reading á Stevenage í ensku bikarkeppninni á þessu þriðjudagskvöldi.

Jón Daði Böðvarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Reading í leiknum. Um það hafði Stam að segja:

„Ef þú skorar þrjú mörk þá ertu að sýna þig vel."

Jón Daði hefur ekki verið að byrja marga leiki hjá Reading að undanförnu en gera má ráð því að þeir verði fleiri á næstunni. Stam þarf að hugsa málið á næstu dögum.

„Við þurfum að taka ákvörðun um hvað mun gerast, það er eðlilegt. Allir vita að ef þú ert að leita að mörkum og einhver er að standa sig vel þá getur hann fengið tækifæri til að spila, en ég ætla ekki að segja núna hvað mun gerast," sagði Stam.

„Hann þarf að sýna sig þegar hann kemur inn á sem varamaður eða í leikjunum sem hann byrjar og hann gerði það í dag."

Sjá einnig:
Jón Daði skoraði þrennuna í sitthvorri treyjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner