Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Stubbur í Magna (Staðfest)
Steinþór Már Auðunsson.
Steinþór Már Auðunsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson, sem gengur undir gælunafninu Stubbur, hefur gengið til liðs við Magna Grenivík.

Magni er nýliði í Inkasso-deildinni en liðið fór upp úr 2. deildinni í fyrra.

Hinn 27 ára gamli Stubbur var varamarkvörður hjá Þór í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili og spilaði einn leik.

Hann mun nú berjast við Hjört Geir Heimisson um markvarðarstöðuna hjá Magna.

Stubbur er uppalinn hjá KA en hann hefur einnig leikið með Völsungi og Dalvík/Reyni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner