Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland býður Rodwell að yfirgefa félagið
Rodwell hefur þurft að glíma við erfið meiðsli á ferlinum. Hann var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að spila fyrir aðallið Everton.
Rodwell hefur þurft að glíma við erfið meiðsli á ferlinum. Hann var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að spila fyrir aðallið Everton.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Rodwell var keyptur til Sunderland fyrir 10 milljónir punda fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Rodwell þótti einn efnilegasti leikmaður Englands á sínum tíma og var byrjunarliðsmaður hjá Everton áður en hann var keyptur til Manchester City.

Rodwell fær 70 þúsund pund (10 milljón kr.) í vikulaun hjá Sunderland og rennur samningurinn ekki út fyrr en eftir eitt og hálft ár.

Sunderland er á botni Championship deildarinnar og hefur Rodwell ekki fengið að spila síðan Chris Coleman tók við í nóvember.

Sunderland vill losna við Rodwell, enda er hann langlaunahæsti maður liðsins. Rodwell vill hins vegar ekki yfirgefa félagið án þess að fá sambærilegt tilboð frá öðru félagi.

Það eru því líkur á því að Sunderland falli niður í ensku C-deildina og Rodwell verði áfram hjá félaginu með sín ágætu laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner