Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 16. janúar 2018 14:03
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Mkhitaryan: Hann ræður þessu
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Henrikh Mkhitaryan, hefur tjáð sig stuttlega um möguleg félagaskipti leikmannsins til Arsenal.

Manchester United og Arsenal eru að skoða skipti á Mkhitaryan og Alexis Sanchez.

„Sanchez er hluti af samningnum um Mkhi en ekki öfugt," sagði Raiola við The Times.

„Mkhi ætlar að gera það sem er best fyrir hann. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum svo þetta er hans ákvörðun."

Mkhitaryan var ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Stoke í gærkvöldi en félagaskiptin standa og falla með honum. Sanchez er sjálfur sagður vera búinn að ná samkomulagi við United.
Athugasemdir
banner
banner