Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 16. janúar 2018 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Van Gaal var eins og vélmenni"
Anderson var ekki inn í myndinni hjá Van Gaal.
Anderson var ekki inn í myndinni hjá Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Anderson sem margir stuðningsmenn Manchester United muna vel eftir, var ekki sáttur með störf hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal hjá félaginu.

Anderson var í átta ár hjá Manchester United eftir að hafa verið keyptur frá Porto árið 2008.

Miklar vonir voru bundnar við hann en hann stóðst ekki alveg þær væntingar þótt hann hafi verið í átta ár hjá félaginu.

Þegar Van Gaal tók við United var Anderson sendur í frystikistuna áður en hann var seldur til Internacional í heimalandinu, Brasilíu. Anderson er ósáttur með meðferðina sem hann fékk hjá Van Gaal.

„Ég kom aftur til United (eftir að hafa verið í láni hjá Fiorentina) og Van Gaal var kominn," sagði Anderson í viðtali við ESPN.

„Ég virði Van Gaal, en fótboltinn hefur breyst og hann nær ekki lengur árangri. Hann gaf fáránleg fyrirmæli í öllu, líka á æfingum. Hann var eins og vélmenni, ég ákvað að fara. Ég sagði Van Gaal að ég vildi fara og hann sagði að ég mætti gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner