Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. janúar 2018 15:34
Elvar Geir Magnússon
Verðmiði Aston Villa á Birki of hár fyrir Parma
Birkir í landsleik í Tyrklandi.
Birkir í landsleik í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Parma, sem er í fimmta sæti ítölsku B-deildarinnar, vill fá íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason frá Aston Villa.

Birkir hefur mikið verið geymdur á bekknum hjá Villa en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er verðmiðinn á honum of hár fyrir Parma. Það er þó ekki útilokað að Birkir fari til Parma en mögulegt er talið að samkomulag náist um að dreifa greiðslunum.

Sagt er að Villa vilji fá 2 milljónir punda fyrir Birki.

Tuttosport segir að Birkir hafi áhuga á því að fara til Parma og hafi gert munnlegt samkomulag við félagið, nú þurfi félögin tvö bara að ná saman.

„Ég er í erfiðri stöðu og ef hlut­irn­ir breyt­ast ekki þá verð ég að fara eitt­hvað annað. Ég vill vera í góðu formi í sum­ar þegar HM fer fram. Það eru mögu­leik­ar í stöðunni og ég veit til þess að lið hafa verið að spyrj­ast fyr­ir um mig. Von­andi skýr­ast hlut­irn­ir sem fyrst," sagði Birkir við mbl.is fyrr í þessum mánuði.

Sjá einnig:
Bruce og stuðningsmenn Aston Villa hrósa Birki í hástert
Athugasemdir
banner
banner