Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger sagði að Mike Dean væri „óheiðarlegur og til skammar"
Wenger hefur ekki mátt stýra Arsenal í síðustu leikjum liðsins.
Wenger hefur ekki mátt stýra Arsenal í síðustu leikjum liðsins.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hefur þurft að sitja upp í stúku í síðustu leikjum Arsenal eftir að hafa verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik liðsins gegn West Brom á dögunum.

Wenger var ósáttur með Mike Dean dómara og hraunaði allrosalega yfir hann eftir leikinn.

Wenger fór inn inn í búningsherbergi Dean en í skýrslu sinni sagði dómarinn að Wenger hefði verið mjög ákafur og reiður.

Í skýrslunni sem nú hefur verið gerð opinber sagði Dean: „Hann (Wenger) var mjög aggresívur og sagði ítrekað að ég væri ekki heiðarlegur. Ég spurði hvort hann væri að kalla mig svindlara og þá sagði hann að ég hefði ekki verið heiðarlegur."

„Hann sagði svo að ég ætti að vera atvinnumaður, ég væri til skammar," sagði Dean.

Wenger var eftir þetta dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða 40 þúsund punda sekt.

Hann var ósáttur með vítaspyrnu sem var dæmd undir lok leiksins. Úr henni jafnaði West Brom í 1-1 og endaði leikurinn þannig.
Athugasemdir
banner
banner