fim 16. febrúar 2017 20:17
Stefnir Stefánsson
Evrópudeildin: Tottenham tapaði í Belgíu
Vesenið á Harry Kane og félögum heldur áfram í Evrópu.
Vesenið á Harry Kane og félögum heldur áfram í Evrópu.
Mynd: Getty Images
Fernando Bernardeschi skoraði sigurmark Fiorentina.
Fernando Bernardeschi skoraði sigurmark Fiorentina.
Mynd: Getty Images
FCK unnu sigur
FCK unnu sigur
Mynd: Getty Images
Átta leikjum í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar var að ljúka rétt í þessu. Evrópuvandræði Tottenham héldu áfram en þeir urðu að sætta sig við 1-0 tap gegn KAA Gent í Belgíu og verða því að treysta á að þeir sigri Gent í seinni leik liðanna sem fer fram á Wembley.

Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan var markalaus. En á 59. mínútu leiksins kom Jeremy Perbet boltanum í netið eftir að liðfélagi hans Danijel Milicevic komst upp að endalínu og gaf knöttinn út í teiginn þar sem að Perbet var réttur maður á réttum stað.

Í öðrum leikjum má nefna að Lyon valtaði yfir AZ Alkmaar í Hollandi 4-1. FC Kaupmannahöfn unnu sterkan 2-1 sigur á Ludogorets Razgrad en bæði liðin féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu.

Kransodar vann þá heimasigur á Fenerbache og Fiorentina lögðu Gladbach af velli 1-0 í Þýskalandi.

FK Krasnodar 1 - 0 Fenerbahce
1-0 Viktor Claesson ('4 )

Olympiakos 0 - 0 Osmanlispor

Rautt spjald:Bruno Viana, Olympiakos ('74)
Astra 2 - 2 Genk
0-1 Timothy Castagne ('25 )
1-1 Constantin Budescu ('43 )
1-2 Leandro Trossard ('83 )
2-2 Takayuki Seto ('90 )

Ludogorets 1 - 2 FC Kobenhavn
0-1 Anicet ('2 , sjálfsmark)
0-2 Youssef Toutouh ('53 )
1-2 Claudiu Keseru ('81 )

Rautt spjald:Jan Gregus, FC Kobenhavn ('90)
Celta 0 - 1 Shakhtar D
0-1 Gustavo Blanco ('27 )

Gent 1 - 0 Tottenham
1-0 Jeremy Perbet ('59 )

Rostov 4 - 0 Sparta Praha
1-0 Miha Mevlja ('15 )
2-0 Dmitriy Poloz ('38 )
3-0 Cristian Noboa ('40 )
4-0 Serdar Azmoun ('68 )

Rautt spjald:Tiemoko Konate, Sparta Praha ('32)
Borussia M. 0 - 1 Fiorentina
0-1 Federico Bernardeschi ('44 )

AZ 1 - 4 Lyon
0-1 Lucas Tousart ('26 )
0-2 Alexandre Lacazette ('45 )
0-3 Alexandre Lacazette ('57 )
1-3 Alireza Jahanbakhsh ('68 , víti)
1-4 Jordan Ferri ('90 )

Athugasemdir
banner
banner
banner