fim 16. febrúar 2017 21:00
Stefnir Stefánsson
Framherji Blackburn sektaður fyrir að skalla Elvis eftirhermu
Anthony Stokes fýlar ekki Elvis
Anthony Stokes fýlar ekki Elvis
Mynd: Getty Images
Anthony Stokes framherji Blackburn Rovers var í dag dæmdur til greiða 196 þúsund pund í skaðabætur fyrir að skalla Elvis Prestley eftirhermu.

Stokes hafði samþykkt að greiða Anthony Bradley 52 ára gamalli Elvis eftirhermu 30 þúsund pund eftir að hafa skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að nef hans brotnaði sem og tvær tennur.

Atvikið átti sér stað á næturklúbbi í júní árið 2013 en ekki liggur að baki hversvegna framherjinn brást við eins og hann gerði. Stokes hafði fyrr á árinu verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina.

Stokes hefur sex sinnum á sínum ferli unnið skosku úrvalsdeildina með Celtic. Þá á hann 9 leiki að baki fyrir Írska landsliðið.

Bradley greindi frá því að hann hefði aldrei fengið afsökunarbeiðni frá Stokes. En reikna má með að því að peningarnir gætu slegið aðeins á vonbrigði hans yfir því að hafa ekki verið beðinn afsökunar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner