Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. febrúar 2017 20:02
Stefnir Stefánsson
Özil finnst gagnrýnin ósanngjörn
Ekki sáttur með gagnrýnina
Ekki sáttur með gagnrýnina
Mynd: Getty Images
Mesut Özil leikmaður Arsenal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöður sínar í síðastliðnum leikjum. Samkvæmt umboðsmanni hans finnst honum að gagnrýnin sem hann fær vera ósanngjörn.

Honum finnst að fólk sé ekki að fylgjast með frammistöðu hans heldur sé fólk að taka út reiði sína á slæmu gengi Arsenal út á honum.

„Gagnrýni er í lagi ef að leikmaður spilar illa, en Mesut finnst að fólk sé of mikið að einblína á hann frekar en liðið í heild." sagði umboðsmaður hans Dr Erkut Sogut í samtali við BBC.

Í leiknum gegn Bayern átti Özil jafn margar sendingar og Manuel Neuer markvörður Bayern.

„Bayern voru 74% með boltann, hvernig á leikmaður sem spilar hlutverk svokallaðar tíu að skapa færi ef hann fær ekki boltann"

"Í svona stórum leikjum á fólk oft til að gagnrýna leikmenn sem að kostuðu mikinn pening og eru á háum launum. Mesut er þar engin undantekning, en að gagnrýna hans leik svona gríðarlega er ekki sanngjarnt."

„Fótbolti er liðsíþrótt og gengi Arsenal hefur ekki verið gott upp á síðkastið. Það eru 11 leikmenn í liði en samt er Mesut tekinn fyrir. Er hann ástæðan afhverju Arsenal fékk á sig fimm mörk?"
sagði Sogut en hann er lögfræðingur og umboðsmaður Özil.

„Þetta var byrjað fyrir leikinn, þar sem að umræðan um leikinn einkenndist af því hvort að hann ætti að byrja eða vera á bekknum. Þetta var líkt og að allir reiknuðu með því að Arsenal myndi ekki ná í úrslit og fólk var farið að leita af sökudólgum áður en leikurinn hófst."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner