Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. febrúar 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho og Pogba héldu krísufund
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að Jose Mourinho og Paul Pogba héldu klukkutíma langan krísufund á skrifstofu Mourinho á æfingasvæði Manchester United í Carrington.

Pogba hefur ekki þótt spila vel undanfarið og ekki eru allir sammála um ástæður þess.

Heimildarmenn Daily Mail innan Man Utd telja komu Alexis Sanchez hafa haft áhrif á miðjumanninn. Aðrir telja leikkerfið og stöðu Pogba á vellinum ekki henta honum, þar sem hann þurfi að sinna of mikilli varnarvinnu.

„Ég þarf ekki að tala við ykkur um samtöl sem ég á við mína leikmenn. Þetta er okkar vandamál, ekki ykkar," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í fundinn.

Mourinho segir að Pogba verði í byrjunarliðinu þegar Rauðu djöflarnir heimsækja Huddersfield í bikarnum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner